top of page

Preschool Counselors

Creates a strong base for a bright future

Starfið  einkennast af lausnarleit kennara, foreldra og sérfræðinga. Stuðla skal að því að hvert barn fái notið sín og að leikskólakennarar séu leiðandi samverkamenn barna, foreldra og annara starfsmanna leikskólans.

Í leiðarljósum um leikskóla kemur fram að starfsfólk leikskóla skuli grípa inni ef þurfa þykir til. Öll börn eiga að njóta bernsku sinnar sem best er á kosið, miðað við þroska og þarfir hvers og eins.

Nature Tokens

Roles and responsibilities

  • Umsjón með að skipuleggja sérkennsluna eftir þörfum hvers einstaklings.

  • Umsjón með einstaklingsnámskrár með öllum börnum sem eru í sérkennslu. 

  • Tryggja að börn fá bæði kennslu og þjálfun ínn í sérkennslurými og á deildum eftir þörfum.

  • Sér um að boða teymisfundi þar sem foreldrar mæta ásamt teyminu sem er í kringum viðkomandi barn og skrifar fundagerð sem er send til allra sem málið varðar.

  • Er í daglegum samskiptum við þroskaþjálfa, leikskólakennara og leikskólastjóra leikskólans til að byggja upp trast net um börnin innan leikskólans.

  • Umsjón með þróun viðeigandi aldursmiðaðra aðferða í leik, námi, og félagsþroska barna

  • Umsjón með og stuðningur við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (farsældarlögin)

  • Tekur að sér önnur verkefni er varða leikskólamál samkvæmt ákvörðun rekstraraðila.

Borghildur Sigurðardóttir

Borghildur hefur lokið B.A. prófi í uppeldis- og menntunarfræðum, meistaraprófi í sérkennslufræðum og einnig diplómu í farsæld barna. Frá 2007 hefur hún starfað á vettvangi í frítímans, sem sérkennslustjóri í leikskóla og deildarstjóri í grunnskóla. Borghildur hefur því mikla reynslu af því að skipuleggja og stýra starfi með börnum með það að markmiði að mæta fjölbreyttum þörfum margbreytilegs barnahóps.

Borghildur.jpeg
Children Playing Toys
Children Playing Toys

Farsældar barna

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Öll börn undir 18 ára aldri, og fjölskyldur þeirra, eiga að hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf er á.

Hlutverk tengiliðar er: 

  • að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi

  • að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn

 

  • að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns

  • að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns

  • að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns

  • að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra

  • að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á

  • Þegar barn er  við nám í leik-, grunn-, eða framhaldsskóla er tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns starfsmaður skólans þar sem barnið er við nám eða leik.

Tengiliður farsældar í leikskólanum Áshamri er Borghildur Sigurðardóttir best er að hafa samband við hana í tölvupósti borghildur@framtidarfolk.is

bottom of page