

Fréttir
8.9. 2025
Samningur við talmeinafræðinga - Agreement with Speech Therapists
English below
Kæru foreldrar,
Það er okkur ánægja að tilkynna að Framtíðarfólk ehf. hefur gert samning við talmeinafræðing hjá fyrirtækinu Sprogoere. Samningurinn gerir okkur kleift að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra betri aðgang að þjónustu sem mikil eftirspurn er eftir og því miður eru biðlistar hjá opinberum stofnunum oft langir.
Hvað felst í þjónustunni?
-
Börn sem eiga rétt á niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) fá þjálfun í gegnum fjarfundabúnað Kara Connect.
-
Foreldrar fá ráðgjöf og leiðbeiningar um málörvun barna sinna.
-
Starfsfólk leikskólans fær einnig ráðgjöf um hvernig styðja megi börnin áfram í daglegu starfi.
Kostnaður fyrir foreldra
Þjónustan er foreldrum að kostnaðarlausu. Foreldrar skuldbinda sig þó til að greiða forfallagjald ef barn mætir ekki í bókaðan tíma (nema afbókun berist með meira en 48 klst. fyrirvara).
Við trúum að þessi nýjung efli þann stuðning sem börnin okkar fá í leikskólanum og geri okkur kleift að bregðast fyrr við þörfum þeirra.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag þjónustunnar veitir Borghildur Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi.
-----------------
Dear Parents,
We are pleased to announce that Framtíðarfólk ehf. has signed an agreement with a speech therapist from the company Sprogoere. This partnership will provide children and their families with improved access to a service that is in high demand and often involves long waiting lists within public institutions.
What does the service include?
-
Children who are entitled to reimbursement from Icelandic Health Insurance (SÍ) will receive training via the Kara Connect online platform.
-
Parents will receive guidance and advice on how to support their child’s language development.
-
Preschool staff will also receive professional guidance on how to support the children in their daily activities further.
Cost for parents
The service is free of charge for parents. However, a no-show fee will be charged if the child does not attend a booked session (unless the appointment is cancelled more than 48 hours in advance).
We believe this new service will strengthen the support available to the children in our preschool and enable us to respond more promptly to their needs.
For further information about the organization of the service, please contact Borghildur Sigurðardóttir, preschool consultant.
5.9. 2025
Leikskólinn opnar kl. 10:00 mánudaginn 8. september
Vinsamleg áminning:
Mánudaginn 8. september 2025 opnar leikskólinn kl. 10:00 vegna starfsmannafundar.
Vinsamlegast gleymið því ekki.
Þökkum ykkur kærlega fyrir samstarfið.
5.9. 2025
Leikskólinn opnar kl. 10:00 mánudaginn 8. september
Vinsamleg áminning:
Mánudaginn 8. september 2025 opnar leikskólinn kl. 10:00 vegna starfsmannafundar.
Vinsamlegast gleymið því ekki.
Þökkum ykkur kærlega fyrir samstarfið.
3.9. 2025
Upplýsingar um mataræði á Áshömrum
Okkur barst nýlega fyrirspurn um mataræðið á leikskólanum og við viljum því deila upplýsingum með ykkur öllum.
Á Áshömrum leggjum við ríka áherslu á að styðja við vöxt, þroska og vellíðan barnanna. Góð næring er mikilvægur þáttur í þeirri áherslu.
Fyrr á árinu gaf Embætti landlæknis út uppfærðar leiðbeiningar um mataræði. Í leiðbeiningunum er m.a. lögð áhersla á:
að auka neyslu ávaxta og grænmetis úr 5 á dag í 5-8 á dag,
takmarka neyslu á rauðu kjöti og auka fiskneyslu, baunir og heilkorn.
Við höfum innleitt þessar áherslur í daglegt starf á leikskólanum:
-
Morgunmatur: Hafragrautur úr heilkorni
-
Ávaxtastund: Fjölbreytt úrval ávaxta
-
Hádegismatur: Fiskur 2x í viku, kjúklingur 1x í viku, grænmetisréttur 2x í viku ásamt heilkornameðlæti
-
Ávaxta- og grænmetisstund: Fjölbreytt úrval ávaxta og grænmetis
Við erum einnig afar stolt af því að í eldhúsinu starfar menntaður matráður. Hann eldar allan heitan mat frá grunni á staðnum, í stað þess að fá sendan mat til upphitunar líkt og víða tíðkast. Þannig tryggjum við að börnin fá ferska, næringarríka og fjölbreytta fæðu á hverjum degi.
3.9. 2015
Tveir nýir þroskaþjálfar
Við kynnum með mikilli ánægju að tveir nýir þroskaþjálfar hafa hafið störf á Leikskólanum Áshömrum. Með ráðningu þeirra styrkjum við fagteymi leikskólans enn frekar og getum veitt börnunum okkar fjölbreyttari og sérhæfðari stuðning.
Kristín Helga Kristinsdóttir
Kristín Helga er með BA-gráðu í þroskaþjálfunarfræði frá Háskóla Íslands og viðbótardiplóma til starfsréttinda, sem gerir hana að löggiltum þroskaþjálfa. Hún hefur starfað sem þroskaþjálfi hjá Ási styrktarfélagi og unnið bæði í Klettaskóla og NPA-verkefnum. Kristín Helga hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum og ungmennum með fjölbreyttar þarfir og leggur mikla áherslu á fagmennsku og jákvæð samskipti.
Svava Ósk J. Daníelsdóttir
Svava Ósk er á þriðja ári í námi í þroskaþjálfunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast næsta vor. Hún hefur starfað í íbúðakjarna við Öldugötu frá árinu 2021 þar sem hún hefur öðlast mikla reynslu af starfi með fólki með sérþarfir. Svava er kraftmikil, skipulögð og metnaðarfull í starfi og býr yfir langri reynslu af skyndihjálp og umönnunarstörfum.
Við erum mjög stolt af því að fá þær báðar inn í starfsmannahópinn okkar. Þær munu vinna náið með börnunum, kennurum og öðru starfsfólki leikskólans til að tryggja sem besta aðlögun og stuðning við fjölbreyttar þarfir barnahópsins.
Við hlökkum til samstarfsins og erum sannfærð um að börnin muni njóta góðs af þeirra þekkingu og reynslu.