top of page

Matreiðsluteymið

Hjá Framtíðarfólki leggjum við ríka áherslu á að börnin fái hollan, næringarríkan og bragðgóðan mat sem styður við vöxt, þroska og vellíðan.

 

Matarmenning okkar byggir á gæðum, ferskleika og virðingu fyrir líkama barnanna – og umhverfinu sem þau alast upp í.

 

Við fylgjum ráðleggingum Embættis landlæknis og bjóðum eingöngu upp á mat sem unninn er frá grunni í eldhúsi leikskólans. Við notum ekki unninn sykur í matargerð, heldur leitum í náttúrulega sætu, t.d. úr ávöxtum. Við bjóðum ekki upp á rautt né unnið kjöt, enda hefur slík fæða verið tengd við aukna heilsufarslega áhættu síðar á ævinni. Í staðinn byggir matseðillinn okkar á fersku grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi, baunum og heilkorni.

 

Börnin byrja daginn á heitum og næringarríkum hafragraut, sem er fastur liður í morgunverðinum okkar alla virka daga.

 

Hádegismatur og síðdegishressing eru jafnframt unnin frá grunni af matreiðsluteymi leikskólans, sem leggur sig fram um að bjóða börnum fjölbreyttan, hollan og vandaðan mat – í notalegu og hlýlegu matarumhverfi.

 

Matseðill vikunnar er alltaf aðgengilegur á smáforritinu Völu þannig að foreldrar geta fylgst með fæðu barna sinna og átt samtal við þau um mat og næringu.

bottom of page