
Leikskólaráðgjafar
Skapa sterkan grunn að bjartri framtíð
Starf leikskólaráðgjafa felur í sér nýsköpun í stjórnun leikskólans þar sem faglæðrir leikskólakennarar fá aukið svigrúm til að stuðla að gæðum í skólastarfinu. Ráðgjafinn leiðir þróun leikskólans og veitir starfsfólki leiðsögn um fagleg málefni, skipulag daglegrar starfsemi og uppeldis- og menntunarstarf.
Framtíðarfólk vill marka sér sess sem framsækinn aðili sem treystir fagfólki til að þróa heildstæðar aðferðir sem stuðla að vellíðan barna og tryggja að börn vaxi í leik og námi.
Leiðarljós Framtíðarfólks ehf. er að stuðla að gæðum og umbótum í uppeldis- og menntunarstarfi.

Hlutverk verkefni og ábyrgð
-
Umsjón með verkefnum og starfi á hverju stigi
-
Umsjón með þróun viðeigandi aldursmiðaðra aðferða í leik, námi, og félagsþroska barna
-
Umsjón með og stuðningur við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (farsældarlögin)
-
Umsjón með búnaði, kennslu og efnivið skólans
-
Vinna í nánum tengslum við skólastjórnendur um skólaþróun og upplýsingarmiðlun
-
Tekur að sér önnur verkefni er varða leikskólamál samkvæmt ákvörðun rekstraraðila

