
Framtíðarfólk leggur við mikla áherslu á fagmennsku í leik og starfi. Starfsfólk Framtíðarfólks hefur metnað til að sýna fagmennsku í allri starfsemi og tryggja þannig að gildin okkar: framsækni, vellíðan og samvinna endurspeglist í samskiptum og daglegu starfi með börnum og foreldrum.
Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitund um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilgang, grundvallarreglur og hugsjón í störfum okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans.
Stjórnendur okkar
skapa sterkan grunn að bjartri framtíð
Framsækni
Til að tryggja farsæla framtíð fyrir allt okkar fólk erum við skuldbundin því að bjóða upp á metnaðarfulla og framfarasinnaða skólaþjónustu, góð samskipti og menntun.
Vellíðan
Jákvæð hugsun og viðhorf til lífsins og tilverunnar eru grunnur að vellíðan einstaklinga. Heilsa og vellíðan eru mikilvægar forsendur lífsgæða. Fjölmargir þættir hafa áhrif á að viðhalda og bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan. Framtíðarfólk leggur áherslu á að stuðla að vellíðan barna og starfsfólks.
Samvinna
Samvinna hverfist um félagsleg samskipti. Börn og kennarar vinna í sameiningu að því að finna leiðir til að læra. Nám og leikur sem byggja á samvinnu á leikskólaaldri gegnir viðamiklu hlutverki í að byggja upp samskipta- og félagsfærni barna, styrkja sjálfstæði þeirra í núverandi námi og á skólastigum framtíðarinnar.

