top of page

Námssvið Framtíðarfólks – heildrænn þroski barnsins

Við nálgumst hvert barn, nám þess og þroskaleiðir með heildrænum hætti. Sú heildræna nálgun þýðir fyrst og fremst að við viðurkennum börn sem fjölvíddar verur með bæði meðvitaðar og ómeðvitaðar hliðar. Nálgunin stuðlar að því að líkamlegur, vitsmunalegur og félags- og tilfinningaþroski á sér stað samtímis og stöðugt. Með vinnu sem byggir á heildrænni þroskanálgun skapa kennarar öruggt, gagnvirkt og jákvætt umhverfi með stöðugri hvatningu og innblæstri gagnvart börnum.

Við skilgreinum námssvið okkar í samræmi við grunnþætti menntunar í Aðalnámskrá leikskóla sem eru samofin hverju þroskabili barnsins bæði í núverandi stöðu þess og stöðu þess í framtíðinni. Heildræn nálgun okkar er skilgreind innan eftirfarandi sex námssviða sem við tengjum við barnið sjálft.

Barnið og málrækt – málþroski, samskipti og læsi

Námsviðið „barnið og málrækt“ tengist einu mikilvægasta þroskasviðinu sem við vinnum með þ.e. að byggja upp sterkan grunn læsis og málnotkunar. Við lítum á læsi og bernskulæsi sem forsendu þess að börn geti staðið sig vel í skóla, umgengist aðra og þróað eigið sjálfstæði. Leikur veitir börnum mjög grípandi og þroskandi samhengi til að læra nauðsynleg hugtök og færni bernskulæsis. Þegar börn eiga samskipti með leik læra þau hvernig tungumálið virkar í umgengni við aðra og þau tengja merkingu talaðs máls við ritmál, sem er mikilvægur lykill að árangri í skóla. Þættirnir sem mynda læsi og unnið verður markvisst með hjá Framtíðarfólki eru: orðaforði, málskilningur, frásagnar- og samskiptafærni, hljóðfræðivitund, bókstafaþekking, umskráning og ritun. 

Stuffed Felt Alphabets
Plasticine Monster
Plasticine Monster
Okkar barn: Félagslegur og tilfinningalegur þroski

Á námssviðinu sem við nefnum „Okkar barn“ er áhersla lögð á að hlúa að heilbrigði, velferð og sjálfsþekkingu hvers barns. Með einbeittri og markvissri vinnu á nauðsynlegum þroskasviðum barna sem eru líkamleg, tilfinningaleg og félagsleg tryggjum við að barnið sjálft (okkar barn) sé í fyrirrúmi . Markmið okkar er að barnið öðlist jákvæðan skilning gagnvart sér, möguleikum sínum. Við viljum kenna mikilvægi félagsfærni og tryggja að börnin hafi jákvæða sýn á umhverfið sem þau lifa í. Það getur á við um heimili þeirra, leikskólann og samfélagið allt. Undirþættir á þessu námsviði eru: Líkamsþroski, heilsa, heilbrigði og sjálfshjálp og félags- og tilfinningaþroski.

Barn náttúrunnar: Sjálfbærni og náttúra

Námssviðið „Barn náttúrunnar“ hefur að markmiði að þróa færni og þekkingu barna á sjálfbærni, vísindum og náttúru með leik og könnun. Í dag ríkir skilningur á mikilvægi þess að fólk þrói tengsl við náttúru og vísindi og það sé sérstaklega mikilvægt í barnæskunni. Við trúum því að markviss vinna að mótun tengsla við náttúru, sjálfbærni og vísindi stuðli að grunnþekkingu og færni barna og efli jákvæð viðhorf þeirra til menntunar almennt. Undirþættir á þessu námssviði eru; skynjunar- og könnunarleikur, náttrúa og útikennsla, sjálfbærni og vísindi.

0fe49ccb-8f61-45e9-ada5-c49a0f5985e7.jpg
DIY Children Activities
Barn,tækni og tölur; grunnur að þekkingu í stærðfræði, tækni og vísindum

Námssviðið „Barn, tækni og tölur“ leggur áherslu á að byggja grunn að stærðfræðikunnáttu barna. Markmið okkar er að veita börnum grunnfærni sem nýtist þeim allan námsferilinn og byggir á skemmtilegri og aðgengilegri tengingu stærðfræði í leiknum. Þótt stærðfræði sé ekki formlega viðurkennt svið í Aðalnámskrá leikskóla byrja börn að mynda tengsl við stærðfræði frá unga aldri með leik og náttúrulegri eðlishvöt.  Börn í leikskólanum okkar munu upplifa stærðfræði í aðlaðandi og hvetjandi umhverfi. Fyrstu kynni barna af stærðfræði mun stuðla að sjálfstrausti og efla getu þeirra til að skilja og nota stærðfræði í framtíðinni. Undirþættir þessa námssviðs eru; kubbaleikur, grunnstærðfræði í leik og spilum, og tækni – STEAM.

Barnið sem skapandi vera; sköpunargáfa og forvitni

Námssviðið „barnið sem skapandi vera“ tengist grunnþætti menntunar um sköpun og lýðræði. Sköpunargáfa er mikilvæg stoð í kennslu leikskólabarna. Markmið okkar er að í daglegu starfi með börnum sé jafnvægi á milli menntunar, eflingar nauðsynlegrar færni og getu hvers barns. Við viljum við stuðla að auknu sjálfstrausti barna og efla trú þeirra á eigin getu til að skapa á eigin spýtur. Hjá Framtíðarfólki er hafsjór af úrræðum og verkfærum sem börn hafa aðgang að við að skapa og tjá hugsanir sínar. Við hvetjum starfsfólk til að vera skapandi og takmarka aldrei aðgengi barna að efnivið og leggjum áherslu á að nota náttúrulegan, endurunnin og sjálfbæran efnivið. Undirþættir þessa námssviðs eru; dans og hreyfing, tónlist, margmiðlunarlist, hlutverkaleikir og lífsleikni og myndmennt.

Painting
Country Flags
Barn heimsins; inngilding, jafnrétti og lýðræði

Hjá Framtíðarfólki vinnum við með gildi sem tengjast mikilvægi þess að auka skilning á menningu, fjölbreytileika, jafnrétti og lýðræði. Slík gildi tengjast hugtakinu hnattræn borgaravitund. Við viljum aðstoða börnin við að þróa færni sem hjálpar þeim að láta drauma sína rætast. Hvort sem þau vilja verða leiðtogi, frumkvöðull eða smíða nýjar hugmyndir í framtíðinni. Við trúum því að grunnurinn sem við mótum og markmiðin sem við leitumst við að ná aðstoði börn við að finna sinn stað í samfélaginu með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum að leiðarljósi. Hugmynd okkar um að vinna með jafnrétti og lýðræði byggist á því að efla hæfileika og færni barna til að hlusta á aðra og taka þátt í umræðum. Við viljum aðstoða þau við að skapa nýjar hugmyndir, móta gagnrýna hugsun, þróa hæfileika til að sýna ábyrgð í sameiginlegum verkefnum og þróa hæfni þeirra til sjálfstjórnar í mismunandi aðstæðum. Við trúum því að þróun færni með fjölbreytileika og inngildingu að leiðarljósi muni búa börn undir samskipti við ólíka einstaklinga og að þau geti mætt mismunandi aðstæðum án fordóma og ótta.  Undirþættir þessa námssviðs eru; lýðræði, jafnrétti, fjölbreytni og inngildingog fjöltyngd málrækt.

bottom of page